Eyjafjarðarsveit tekur upp Hvata/Abler frístundakerfið
Frá og með áramótum hefur Eyjafjarðarsveit tekið upp notkun Hvata/Abler frístundakerfisins til að halda utan um íþrótta- og tómstundastyrki barna. Með breytingunni er horfið frá beingreiðslum til forráðamanna gegn framvísun kvittana og í staðinn geta þeir ráðstafað styrknum rafrænt til niðurgreiðslu æfingagjalda í gegnum Abler frístundakerfið hjá íþróttafélögum meðal annars hjá félögum á borð við Umf. Samherjum, Þór, KA og Skautafélagi Akureyrar.
Styrkirnir standa börnum og ungmennum á aldrinum 6–17 ára með lögheimili í sveitarfélaginu til boða. Markmiðið er að efla hreyfingu og félagsþátttöku. Fyrir árið 2026 nemur styrkurinn 60.000 krónum á hvert barn, en sveitarstjórn samþykkti 10.000 kr. hækkun frá fyrra ári.
Nýting styrkjanna fer fram í gegnum Abler-kerfið á heimasíðum viðkomandi félaga og greiðir Eyjafjarðarsveit styrkina beint til þeirra. Unnið er að tengingu við öll helstu íþróttafélög og fyrirtæki á svæðinu og er gert ráð fyrir að hún klárist á næstu dögum.
Ný félög og fyrirtæki sem hyggjast taka við frístundastyrk Eyjafjarðarsveitar þurfa að sækja um tengingu við Hvata/Abler-kerfið hjá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar Karli Jónssyni itrottamidstod.forstodumadur@esveit.is
Nánar er hægt að lesa um íþrótta- og tómstundastyrki barna hér