Ferðamálastofa boðar til kynningarfundar fyrir væntanlega umsækjendur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Fundurinn er á Teams fimmtudaginn 16. október kl. 13 . Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur vegna framkvæmda á árinu 2026 er til 4. nóvember næstkomandi. Á fundinum verður meðal annars farið yfir:
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf og hver ekki.
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað.
- Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
- Hvernig er sótt um styrki úr sjóðnum?
Skráning á fundinn:
https://events.teams.microsoft.com/event/ca3d8e18-2187-40f6-9e52-8ed087bc6bfc@764a306d-0a68-45ad-9f07-6f1804447cd4
Upplýsingasíða um umsóknir:
https://www.ferdamalastofa.is/umsoknir