Fjölmenni á opnu húsi í nýju húsnæði Krummakots

Fréttir

Um 300 manns mættu á opið hús í nýtt húsnæði leikskólans Krummakots laugardaginn 11. október, þar sem Eyjafjarðarsveit bauð öllum áhugasömum að koma og skoða bygginguna.

Erna Káradóttir, skólastjóri Krummakots, bauð gesti velkomna og þakkaði sérstaklega fyrir gott og árangursríkt samstarf við verktakann B. Hreiðarsson ehf. Að því loknu flutti Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti Eyjafjarðarsveitar, stutt ávarp og einnig Ingibjörg Ósk Filippíu-Pétursdóttir fyrir hönd kvenfélaganna í sveitinni. Elstu börn leikskólans tóku svo lagið og fluttu falleg lög sem vakti mikla ánægju viðstaddra.

Kvenfélögin Aldan, Iðunn og Hjálpin sáu um veitingar sem voru með glæsilegasta móti og nutu mikilla vinsælda meðal gesta.

Hér gefur að líta nokkrar myndir af leikskólanum og hátíðinni:

Eftirfarandi ljósmyndir tók Elsa Sigmundsdóttir.

Erna Káradóttir, skólastjóri leikskólans Krummakots bauð gesti og gangandi velkomna.


Leikskólabörn sungu við undirspil Silju Garðarsdóttur, tónmenntakennara. Einnig voru þeim til halds og trausts Inga Vala Gísladóttir, útikennslustjóri og Jóna Salmína Ingimarsdóttir, deildarstjóri á Lyngi.


Hermann Gunnarsson, oddviti, flutti ávarp.


Kvenfélögin þrjú Aldan, Iðunn og Hjálpin, sáu um veitingar af flottustu sort. Ásta Heiðrún Stefánsdóttir og Sveinbjörg Helgadóttir úr Kvenfélaginu Iðunni, voru tilbúnar að bæta á veisluborðið.


Leikskólinn að norðanverðu, þar sem aðkoma og bílastæði eru við skólann.

Eftirfarandi ljósmyndir tók Fjóla Þorvaldsdóttir,leikskólakennari. 

Eftirfarandi ljósmyndir tók Rakel Sara Elvarsdóttir.



Glaðar á góðri stundu; Ólöf Ása Benediktsdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla og Erna Káradóttir, skólastjóri Krummakots.


Ingibjörg Ósk Filippíu-Pétursdóttir flutti ávarp fyrir hönd kvenfélaganna þriggja og sagði frá útileiktækinu sem félögin gefa leikskólanum saman; Kvenfélagsbúðin. Hér kemur mynd frá Ingibjörgu Ósk af Kvenfélagsbúðinni.

Eftirfarandi ljósmyndir tók starfsmaður Eyjafjarðarsveitar.