Framkvæmdir á gatnamótum Skólatraðar í dag og næstu daga

Fréttir

Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skólatraðar sem munu standa yfir fram í næstu viku en þá verður malbikað.

Þannig að beðist er velvirðingar á því að nú verður mikil truflun á umferð inn á bílaplan Skólatraðar næstu daga og því æskilegt að allir nýti planið norðan leikskólans á þessu tímabili.

Enn meiri röskun verður á umferð þegar farið verður að malbika í næstu viku.