Framkvæmdir við Hrafnatröð – malbikun og takmarkað aðgengi

Fréttir

Í dag (10. október) verður suðurhluti Hrafnatraðar að Íþróttahústengingunni malbikaður.
Eftir helgina hefjast jarðvinnu- og undirbúningsframkvæmdir á norðurhluta Hrafnatraðar, þar sem einnig verður göngustígur hækkaður að vestanverðu og undirbúið fyrir malbikun.

Vegna framkvæmda verður óhjákvæmilegt ónæði og takmarkað aðgengi.

Ljósastaurar og lýsing verða sett upp sem fyrst, þar sem nýtt svart malbik og breytingar á gatnamótum gera svæðið dimmt.

Við biðjum íbúa og vegfarendur um að sýna varúð og þolinmæði meðan á framkvæmdum stendur.