Frétt vegna malbikunarframkvæmda

Fréttir

Alls staðar þar sem nýbúið er að malbika er hætta á að teinar standi upp úr malbikinu þar sem eftir er að steypa kantsteina. Unnið verður að því að ljúka frágangi kantsteina í dag og á morgun. Þetta er alveg frá gatnamótum Hrafnatraðar og Bakkatraðar og að brúnni fyrir neðan Ártröð. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur.