Fundarboð 656. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
656. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. maí 2025 og hefst kl. 08:00.

Dagskrá:

Almenn erindi

1. Víðigerði L152821 og Stekkjarhóll L234754 - breyting á afmörkun og merkjalýsing - 2504034
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, dags. 15.01.2025, þar sem
verið er að gera breytingu á afmörkun á lóðinni Stekkjarhóll L234754 ásamt
merkjalýsingu á milli jarðanna Espihóls, Stekkjarhóls og Víðigerðis.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 432. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að ekki
verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á
grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.

2. Leifsstaðir II L152714 - breyting á aðal- og deiliskipulagi, hótel orlofshús - 2411007
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir breytingu á ASK og DSK lauk 28. apríl sl.og
bárust 7 erindi á kynningartímabili lýsingarinnar.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 432. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að fela
skipulagsráðgjöfum að vinna skipulagstillögur áfram í samræmi við 30. og 40. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu
framkvæmda sbr. 1. viðauka laga nr. 111/2021.

3. Ölduhverfi L228843, Sveinsbær og Sveinsbær II og III, merkjalýsing M002155 - 2505011
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing þar sem verið er að breyta afmörkun á landspildunni
Ölduhverfi og lóðunum Sveinsbæ og Sveinsbæ III ásamt nýrri afmörkun á lóðinni
Sveinsbæ II.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 432. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að ekki
verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á
grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.

4. Stekkjarhóll lnr 234754 - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2402011
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi
vegna íbúðarlóðar í landi Stekkjarhóls. unnin af Landslagi, dags. 8. apríl 2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að
skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn frestaði málinu á 655. fundi sínum.

5. Rein III L176551 - grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar, einbýlishús - 2504044
Fyrir fundinum liggur byggingarleyfisumsókn frá landeiganda, vegna byggingu
einbýlishúss á lóðinni Rein III L176551. Þar sem ekkert deiliskipulag er á svæðinu óskar
byggingarfulltrúi umfjöllunar skipulagsnefndar og staðfestingar á byggingarreit.
Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir unnir af M2hús ehf. dags. 4.8.2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum bendir á að þörf sé á deiliskipulagi
til að heimila byggingu á reitnum. Þá bendir nefndin á að fyrirhuguð bygging fellur að
hluta til utan við landnotkunarreit íbúðarsvæðis ÍB23 í aðalskipulagi og nauðsynlegt sé
að aðlaga það í aðalskipulagsferli sveitarfélagsins sem nú er í gangi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að vinna
deiliskipulag vegna ofangreindra áforma.
Sveitarstjórn frestaði erindinu á 655. fundi sveitarstjórnar.

6. Framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála - 2505009
Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 28.janúar sl. þar sem óskað er
eftir afstöðu sveitarstjórnar til reksturs sameiginlegrar skrifstofu um skipulagsmál fyrir
sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu og framtíðar
svæðisskipulags svæðisins.

7. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2024 - Seinni umræða - 2505001
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 lagður fram til síðari umræðu.

8. Íbúðir fyrir eldri íbúa - 2503025
Tillögur KEA af núsnæði hafa verið yfirfarnar af ráðgjöfum Eyjafjarðasveitar og liggja
ábendingar þeirra fyrir.

9. Þormóðsstaðir - 2503011
Arctic Hydro hefur kynnt hugmyndir sínar í orkumálum í Eyjafjarðarsveit sem meðal
annars felur í sér hugsanlega virkjun í Þormóðsstaðaá.
Félagið óskar eftir því að hefja formlegar viðræður við Eyjafjarðarsveit um leigu á
landnotum og vatnsréttindum sem tilheyra Þormóðsstöðum.
10. UMFÍ - Landsmót 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit 2026 - 2505007
Landsmót 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit 2026 verður haldið í Eyjafjarðarsveit dagana
26.-28. júní.

11. Syndis öryggisvöktun - 2505008
Lagður fram rammasamningur við sveitarfélög vegna öryggisvöktunar.

Fundargerðir til kynningar

12. Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra 2025 - 2503031
Lögð fram til kynningar þinggerð ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á
Norðurlandi eystra 2025.

13. Norðurorka - Fundargerð 294. fundar - 2401020
Fundargerð 294. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.

14. SSNE - Fundargerð 73. stjórnarfundar - 2505015
Fundargerð 73. stjórnarfundar SSNE lögð fram til kynningar.

15. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 978 - 2505002
Fundargerð 978. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

16. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 431 - 2504008F
Fundargerð 431. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.

17. Framkvæmdaráð - 159 - 2504005F
Fundargerð 159. fundar framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.

18. Velferðar- og menningarnefnd - 17 - 2504003F
Fundargerð 17. fundar velferðar- og menningarnefndar lögð fram til kynningar.

19. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 15 - 2504004F
Fundargerð 15. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.

20. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 430 - 2504006F
Fundargerð 430. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.

21. Framkvæmdaráð - 160 - 2505002F
Fundargerð 160. fundar framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.


19.05.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.