Fundarboð 658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. júní 2025 og hefst kl. 15:00.


Dagskrá:

Almenn erindi

1. Stekkjarhóll lnr 234754 - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi - 2402011
Hjörtur Haraldsson óskar endurskoðunar á vegna ósk um endurskoðun á ákvörðun
sveitarstjórnar þar sem hún hafnaði ósk um íbúðarlóð í landi Stekkjarhóls og sendir
sveitarstjórn minnisblað máli sínu til stuðnings.

2. Rammahluti aðalskipulags 1066/2023 - 2211014
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3.október 2024 að auglýsa
tillögu að rammahluta aðalskipulags sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og var auglýsingatímabilið frá 27.janúar til 23. apríl sl. Ellefu umsagnir
bárust á auglýsingatímabilinu og eru þær til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 434. fundi sínum þann 23.júní og lagði til við
sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu verði breytt eins og fram kemur í svörum
nefndarinnar við athugasemdum og að svo breytt tillaga verði samþykkt skv. 2. m.gr.
32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku
skipulagsins.

3. Gilsá 2 lóð L152603 - geymslubygging - 2506001
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna byggingaráforma á Gilsá 2
lóð L152603, en þar er fyrirhugað að byggja 105,6 m² geymslu úr stáli.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 434. fundi sínum þann 23.júní og lagði til við
sveitarstjórn að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir
hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin.
Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

4. Melgerðismelar - L219983 Deiliskipulag - Flugslóð - 2411037
Fyrir fundinum liggur deiliskipulagslýsing vegna flugskýlis á Melgerðismelum, unnin
af Landslagi, dags. 18.06.2025. Sveitarstjórn tók málið síðast fyrir á 645. fundi sínum
þar sem sveitarstjóra var falið að undirbúa vinnu að deiluskipulagi fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd tók skipulagslýisnguna fyrir á 434. fundi sínum og leggur til við
sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsingu og að hún verði kynnt skv. 3.mgr. 40.gr
skipulagslaga nr 123/2010.

5. Kortlagning ræktunarlands - tilgátuvefsjá opnuð - 2506058
Fyrir fundinum liggur kynning á tilgátuvefsjá með grunnflokkun landbúnaðarlands
sem unnin hefur verið af Eflu fyrir Land og Skóg.
Skipulagsnefnd hefur að auki tekið erindið fyrir á 434. fundi sínum þar sem hún
gerði athugasemdir við það verklag sem notað er við flokkun landbúnaðarlands.
Kemur þar fram að "í kynningu á verklagi var talað um að land væri flokkað út frá
hæfni þess til kornræktar. Það skýtur því skökku við þegar stór hluti þess lands sem
nýttur er til kornræktar í einni af bestu kornræktarsveit landsins flokkast sem
sæmilegt ræktunarland. Á sama tíma er samkvæmt vefsjá verkefnisins óræktanlegt
votlendi flokkað sem mjög gott ræktarland. Skipulagsnefnd setur því
spurningarmerki við vægi þeirra þátta sem notaðir eru við flokkunina.
Skipulagsnefnd telur ljóst að leggja þurfti áherslu á að yfirfara flokkun
landbúnaðarlands samkvæmt korti Eflu við endurskoðun aðalskipulags
Eyjafjarðarsveitar og aðlaga það að raunverulegum aðstæðum í sveitarfélaginu".

6. Reykhús L152741 - afmörkun Reykhúsa lóð L152742 og stofnun tveggja lóða -
2506059
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni dags. 13.06.2025,
vegna afmörkunar lóðarinnar Reykhús lóð L152742 og stofnun tveggja lóða sem
óskað er eftir að fái staðföngin Reykhús 3 og Reykhús ytri.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 434. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að
erindi um stofnun lóðar Reykhús ytri verði samþykkt og að erindi um stofnun lóðar
Reykhús 3 verði samþykkt. Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að ekki
verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á
grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.

7. Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023 - 2302010
Ingvi Stefánsson fyrir hönd Sölvastaða ehf. óskar eftir því að heimild til efnisöku
verði framlengd um eitt ár en nú hafa einungis verið teknir 4.500m3 af þeim
25.000m3 sem heimilað hafði verið.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 434. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að

8. Fasteignir Eyjafjarðarsveitar - 2502037
Fyrir fundinum liggur ástandsskýrsla varðandi fasteignir að Þormóðsstöðum.

9. Hestamannafélagið Funi - Beiðni um auka fjárframlag - 2505025
Tekið er aftur fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Funa vegna umsókna um
fjárframlag vegna endurbyggingar á heimreið og endurnýjunar á fráveitu.

10. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Sveitarstjórn fer yfir ábendingar sem kallað var eftir frá íbúum eftir síðustu
umfjöllun um uppfærslu Umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagsins.

11. Sunn Samtök um náttúruvernd Norðurlandi - Sjókvíaeldi í Eyjafirði - 2506056
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, óska eftir því að sveitarstjórn í
Eyjafjarðarsveit taki til umfjöllunar og myndi sér afstöðu um þá stöðu sem uppi er
vegna yfirvofandi burðarþolsmats í Eyjafirði og mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi.

12. Ársreikningur TE 2024 - 2504030
Lagður fram til kynningar Ársreikningur Tónlistaskóla Eyjafjarðar.


Fundargerðir til kynningar

13. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 150. fundar skólanefndar - 2506008
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar skólanefndar Tónlistaskóla
Eyjafjarðar.

14. SBE - Aðalfundur 2025 og ársreikningur 2024 - 2504032

15. SSNE - Fundargerð 74. stjórnarfundar - 2506028
Lögð fram til kynningar fundargerð 74. stjórnarfundar SSNE.

16. HNE - Fundargerð 242 - 2506041
Lögð fram til kynningar fundargerð 242. fundar heilbrigðistnefnar HNE.

17. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 980 - 2506004
Lögð fram til kynningar fundargerð 980. fundar stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga.

18. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 981 - 2506042
Lögð fram til kynningar fundargerð 981. fundar stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga.

19. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 982 - 2506043
Lögð fram til kynningar fundargerð 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga.

20. Brák íbúðafélag hses. - Fundargerð ársfundar 2024 - 2506050
Lögð fram til kynningar fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags hses.

21. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 434 - 2506002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 434. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.

 

24.06.2025
Finnur Yngvi Kristinsson, Sveitarstjóri.