FUNDARBOÐ
659. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 14. ágúst 2025
og hefst kl. 08:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17 - E2502023
Akuryrerbær Óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um auglýsingu á tillögu að Aðalskipulagsbreytingu vegna Holtahverfis - ÍB17 og VÞ17.
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar tók erindið fyrir á 435. fundi sínum.
2. Aðalskipulag Skagafjarðar - Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag) - E2508004
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um auglýsingu á tillögu að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar. Umsagnarfrestur er til 15. september næstkomandi.
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar tók málið fyrir á 435. fundi sínum.
3. Blöndulína 3 - breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, nr. 07932024. Kynning tillögu á vinnslustigi - E2506061
Hörgársveit óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um kynningu tillögu á vinnslustigi Blöndulína 3 - breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 435. fundi sínum.
4. Jódísarstaðir l.nr. 152664 - Merkjalýsing - E2508003
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing þar sem verið er að Afmarka landspildu úr landi Jódísarstaða f.nr. F2159011, l.nr. L152664.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 435. fundi sínum.
5. Grund I L152609 - Stækkun á byggingarreit - E2508001
Ljósaborg ehf. sækir um stækkun á byggingarreit vegna stækkunar á fjósi í landi Grundar 1 L152609.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 435. fundi sínum.
6. Umhverfis- og orkustofnun - Umsókn um rannsóknarleyfi - E2507005
Umhverfis- og orkustofnun hefur móttekið umsókn Íslenskra Jarðmálma ehf. um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, er sótt um leyfi til rannsóknar og leitar að málmum á svæði suður af Eyjafjarðardal og í átt að Bárðardal. Svæðið er á þjóðlendu og að hluta innan Eyjafjarðarsveitar og er því sveitarfélaginu boðið að veita umsögn sína í málinu.
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar tók erindið fyrir á 435. fundi sínum.
7. Norðurorka - Erindi vegna lántöku 2025 - E2506062
Stjórn Norðurorku hf. hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, allt að fjárhæð 300.millj. kr., til 30 ára. Óskar Norðurorka hf, eftir að sveitarfélögin, eigendur Norðurorku, taki ábyrgð á lánum Norðurorku, er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir hitaveitu.
8. SSNE - Skipan í starfshóp fyrir Loftslagsstefnu Norðurlands eystra - E2507001
Eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025 - 2029 er að unnin verði sameiginleg loftslagsstefna fyrir landshlutann. Í ljósi þess að vinna við loftslagsstefnu fer vel saman með vinnu SSNE og Eims vegna RECET verkefnisins leggur SSNE til við sveitarfélögin að vinna við sameiginlega loftslagsstefnu verði sett af stað strax í haust. SSNE óskar eftir því að sveitarfélagið staðfesti vilja sinn til að taka þátt í mótun loftslagsstefnu Norðurlands eystra og skipi jafnframt fulltrúa í samstarfshóp sem mun stýra vinnunni í samstarfi við starfsfólk SSNE og Eims sem mun halda utan um vinnuna. Einnig er gert ráð fyrir samráði við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
9. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra - E2210013
Með vísan til samnings Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgárbyggðar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk skulu sveitarfélögin, önnur en Akureyri, tilnefna sameiginlega einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á fundum velferðarráðs Akureyrarbæjar þegar til umræðu eru málefni fyrrnefnds samstarfssamnings. Þegar fyrir
liggur að á dagskrá velferðarráðs Akureyrarbæjar er málefni samstarfsverkefnisins um þjónustu við fatlað fólk, þá skal áheyrnarfulltrúi aðildarsveitarfélaganna fá boð um fund á viðeigandi dagskrálið. Akureyrarbær óskar nú eftir tilnefningu sameiginlegs áheyrnafulltrúa.
Fundargerðir til kynningar
10. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 435 - 2508001F
Fundargerð 435. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
11. Norðurorka - Fundargerð 311. fundar - E2506063
Lögð fram til kynningar fundargerð 311. fundar Norðurorku.
11.08.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.