Fundarboð 661. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
661. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 08:00.


Dagskrá:

Almenn erindi

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Auglýsing tillögu - E2508021
Akureyrarbær Óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, nr. 1317/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi).
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum og gerði ekki athugasemd við tillöguna.

2. Skáldsstaðir 3 L232130 - Frístundarhús - Skipulagsmál - E2508005
Fyrir fundi liggur umsókn frá Kolbrúnu Elfarsdóttur þar sem hún sækir um leyfi fyrir frístudahúsi á lóðinni Skáldsstaðir 3, Eyjafjarðarsveit. Erindinu fylgja uppdrættir frá Emil Þór Guðmundssyni ásamt umsögn veðurstofu.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum. Lagði hún til við sveitarstjórn að að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

3. Hótel við skógarböðin - Fyrirspurn varðandi staðsetningu hreinsistöðvar - E2509010
Fyrir fundi liggur fyrirspurn frá eigendum Skógarbaðanna þar sem þau vilja kanna hug Sveitafélagsins á breyttri staðsetningu hreinsistöðvar fyrir hótelið og skógarböðin.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum. Leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimilað verði að fara af stað með skipulagsbreytingu vegna nýrrar staðsetningar á hreinsivirki.

4. Ytri-Varðgjá - Umsókn um Deiliskipulagsbreytingu - E2509012
Fyrir fundi liggur beiðni frá Landslag ehf. f.h eigenda Ytri-Varðgjár þar sem óskað er eftir heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Ytri-Varðgjá sem öðlaðist gildi 3. júlí 2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafna tilfærslu hreinsistöðvar þar sem því var hafnað á fyrra stigi skipulagsferlis. Þó verði heimilt að fara í vinnu við óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Ytri-Varðgjá vegna áfangaskiptingar.

5. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - Laugartröð 4 - E2411042
Umræðum um skipulag á lóðinni að Laugartröð 4 var frestað í deiliskipulagsferli Hrafnagilshverfis þar sem ekki náðist samkomulag um nýtingu hennar. Með flutningi leikskólans í nýtt húsnæði er kominn tími til að endurskoða deiliskipulagið og skilgreina
framtíðarhlutverk lóðarinnar.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum. Nefndin lagði til við sveitarstjórn að í núverandi endurskoðun á aðalskipulagi verði reiturinn endurskilgreindur. Þannig fái hann að hluta skilgreiningu opins svæðis og að hluta skilgreiningu samfélagsþjónustu.

6. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - Óveruleg breyting vegna lóðar að Skólatröð 13 - E2509015
Fyrir fundinum liggur ósk um deiliskipulagsbreytingu frá Eyjafjarðarsveit í þeim tilgangi að minnka lóð sveitarfélagsins að Skólatröð 13. Við breytinguna er gert ráð fyrir að lagnir svæðisins sem áður voru innan lóðar séu fyrir utan lóð. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á aðliggjandi nágranna þar sem lóðin og svæðið umlyggjandi hana á umræddu svæði sem breytingin nær til er í eigu sveitarfélagsins sjálfs. Óskað er að farið verði með málið sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum. Nefndin telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 enda sé lóðin og aðliggjandi land sem breytingin nær til í eigu umsækjanda sjálfs. Skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi.

7. SSNE - Kjördæmavika, fundur með þingmönnum - E2508026
Fundur með þingmönnum kjördæmisins fer fram þriðjudaginn 30.september á Akureyri.

8. UMFÍ - Landsmót 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit 2026 - E2505007


Fundargerðir til kynningar

9. Norðurorka - Fundargerð 312. fundar - E2508027
Fundargerð 312. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.

10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 983 - E2509013
Fundargerð 98. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

11. Framkvæmdaráð - 161 - 2509003F
Fundargerð 161. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.

12. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 437 - 2509002F
Fundargerð 437. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.

08.09.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.