Fundarboð 663. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
663. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 08:00.


Dagskrá:

Almenn erindi

1. Aðalskipulag Þingeyjarsveitar - Umsagnarbeiðni auglýsingu tillögu - E2509040
Unnið er nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Sameiningin átti sér stað árið 2022 og í nýju aðalskipulagi er samræmd stefna landnotkunar fyrir landsvæði sem nær yfir 12% af Íslandi. Þingeyjarsveit hefur óskað eftir umsögn þinni við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 0881/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag)
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 439. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að ekkiværi gerð athugasemd við erindið.

2. Ytri-Varðgjá - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð - E2509011
Fyrir fundinum liggur beiðni landeigenda Ytri-Varðgjá um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar. Meðfylgjandi eru uppfærðir upprættir eftir Helga Má Pálsson frá Eflu.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 439. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga gatnagerðar í Ytri-Varðgjá verði samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

3. Jódísarstaðir L202642 - DSK breyting - E2509037
Fyrir fundinum liggur umsókn um deiliskipulagsbreytingu í landi Jódísarstaða þar sem áður samþykkt vegtenging er felld út og mörkum nærliggjandi lóða er breytt í samræmi.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 439. fundi sínum og telur einsýnt að skipulagsáformin teljist óveruleg þar sem þau víki lítið frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Þá er ekki um fordæmisgefandi breytingu að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni.
Skipulagsnefnd lagði því til við sveitarstjórn að deilskilpulagsbreytingunni verði vísað í grenndarkynningu sbr. gr. 43 og 44 skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr. 44. gr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Berist ekki andmæli á grenndarkynningartímabilinu þá verði litið svo á að skipulagsbreytingin sé samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að fullnusta skipulagsbreytinguna.

4. Lena Tómasdóttir - Umsókn um leyfi til búfjárhalds - E2508007
Lena Tómasdóttir óskar leyfis til að halda 10-15 kindur og 3-5 geitur að Möðrufelli. Á jörðinni er lítið fjárhús sem nýtt verður fyrir dýrin.
Atvinnu- og umhverfisnefnd tók erindið fyrir á 17. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að umsóknin sé samþykkt og umsækjanda verði heimilt að halda 10-15 kindur og 3-5 geitur að Möðrufelli.

5. Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - E2205018

6. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Umræður um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029.

7. Beiðni um endurupptöku og endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á erindi vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir Stekkjarhól - E2509043
Beiðni um endurupptöku og endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á erindi vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir Stekkjarhól.

Fundargerðir til kynningar

8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 985 - E2509046
Lögð fram til kynningar fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9. Norðurorka - Fundargerð 314. fundar - E2510001
Lögð fram til kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Norðurorku.

10. SSNE - Fundargerð 76. stjórnarfundar - E2510002
Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar SSNE.

11. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 439 - 2509014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.

12. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 17 - 2509008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar.


06.10.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.