Fundarboð 664. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
664. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. október 2025 og hefst kl. 08:00.


Dagskrá:

Almenn erindi

1. Grísará 1 (F2158643) - Umsókn um breytingu á staðfangi - E2510005
Fyrir fundinum liggur beiðni frá landeigendum Grísarár I, þar sem óskað er eftir að breyta staðfangi fasteignarinnar í Sólarhæð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfang fasteignarinnar Grísarár I verði breytt í Sólarhæð í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.

2. Leifsstaðir II L152714 - breyting á aðal- og deiliskipulagi, hótel orlofshús - E2411007
Á fundi nefndarinnar 20.05.2025 var fjallað um breytingu á aðal- og deiliskipulagi á Leifsstöðum, ásamt tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmda sbr. 1. viðauka laga nr. 111/2021. Nú liggja fyrir uppfærð gögn og niðurstaða Skipulagsstofnunnar varðandi umhverfismat.
Skipulagsstofnun birti ákvörðun sína um matsskyldu þann 25. september 2025, er það niðurstaða stofnunarinnar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna vinnslutillögu að aðal- og deiliskipulagi fyrir opnu húsi og leggur til við sveitarstjórn að tillögurnar verði auglýstar skv. 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

3. Anna María Richardsdóttir - Gamla þinghúsið - E2510006
Fyrir liggur erindi frá Önnu Richardsdóttur, þar sem hún leggur fram hugmynd um að nýta gamla þinghúsið sem menningarmiðstöð með vinnustofum og gistiaðstöðu fyrir listafólk.
Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til sveitarstjórnar.

4. Torfur - L152816 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir malartöku - E2502020
Erindi dags. 13.10.25 þar sem landeigendur Torfna sækja um stækkun á malartökusvæði. Um ræðir 35.000 m3 á 2,5 ha. Benjamín Örn Davíðsson vék af fundi við þennan lið. Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í vinnslu endurskoðunar aðalskipulags.

5. Menningarfélagið Hof ses. - Fyrirhuguð sameining við Menningarfélag Akureyrar ses. - E2510011
Lagt er fram í sveitarstjórn kynningarbréf til stofnaðila Menningarfélagsins Hof ses. varðandi það að sameina félagið Menningarfélagi Akureyrar ses. Hjálagt er einnig skipulagsskrá Menningarfélagsins Hofs ses. og fundargerð stjórnar Menningarfélagins Hofs dags. 16.9.2025

6. Akureyrarbær - Barnaverndarsamningur desember 2025 - E2510015
Samningur ellefu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra tekinn til fyrri umræðu.

7. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027 til 2029.


Fundargerðir til kynningar

8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 986 - E2510010
Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

9. Molta - 116. stjórnarfundur - E2510013
Fundargerð 116. fundar stjórnar Moltu lögð fram til kynningar.

10. Framkvæmdaráð - 163 - 2510003F
Fundargerð 163. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.


20.10.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.