FUNDARBOÐ
665. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. nóvember 2025 og hefst kl. 08:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. Bjarg Skógrækt L226582, Bjarg II L228412 og Öngulsstaðir 2 L152863 - E2510019
Unnið er að afmörkun á jörðinni Öngulsstaðir 2. Öngulsstaðir 2 á hlut í óskiptu landi til fjalls ásamt Öngulsstöðum 1, 3 og Staðarhóli sem ekki er verið að afmarka í þessari merkjalýsingu. Stækkun á landspildunni Bjargi Skógrækt ásamt uppfærslu á hnitum, stækkunin er úr
landi Öngulsstaða II . Uppfærsla á hnitaskrá á landspildunni Bjargi II út frá betri mæligögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
2. Blöndulína 3 - Breyting á ASK Hörgársveitar - Umsagnarbeiðni vegna auglýsingu tillögu - E2510029
Aðalskipulagsbreytingin kemur til vegna þess að Landsnet óskar eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 en línan mun liggja um Hörgársveit á 43 km löngum kafla.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða skipulagstillögu á aðalskipulagi Hörgársveitar.
3. Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK - E2501006
Fyrir fund liggja uppfærð gögn vegna breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir Brúarland. Málið var síðast tekið fyrir á 438. fundi skipulagsnefndar, en breytingarnar hafa nú verið endurskoðaðar í samræmi við framkomnar ábendingar. Breytingin felur í sér að hluti íbúðarsvæðis (ÍB15) verði skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ24)
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að vísa framlagðri breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Brúarland til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Að lokinni athugun Skipulagsstofnunar verði tillagan auglýst í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
4. Molta - Kynning á nýrri gjaldskrá frá 1. janúar 2026 - E2511001
Erindi frá Moltu ehf. varðandi breytingar á gjaldskrá og skilmálum félagsins sem taka gildi 1. janúar 2026.
5. Samband íslenskra sveitarfélaga - Samantekt vinnustofu um lögheimili í frístundabyggð - E2510018
Lagt fram til kynningar minnisblað um niðurstöðu vinnustofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um lögheimili í frístundabyggð.
6. Markaðsstofa Norðurlands - Óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N árið
2026 - E2510032
Erindi til sveitarstjórnar frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N.
7. Akureyrarbær - Barnaverndarsamningur desember 2025 - E2510015
Samningur um barnaverndarþjónustu tekin til síðari umræðu.
8. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun ársins 2026 og 2027-2029.
Fundargerðir til kynningar
9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 987 - E2510028
Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
10. Framkvæmdaráð - 164 - 2510007F
Fundargerð 164. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.
11. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 10 - 2510011F
Fundargerð 10. fundar ungmennaráðs lögð fram til kynningar.
12. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 18 - 2510012F
Fundargerð 18. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.
13. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 441 - 2510013F
Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
03.11.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.