FUNDARBOÐ
668. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. janúar 2026 og hefst kl. 08:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
23. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 12 - 2601003F
Fundargerð 12. fundar Ungmennaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
24. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 444 - 2601001F
Fundargerð 444. fundar Skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Almenn erindi
1. Torfufell land T3 L190307 - Umsókn um breytingu á staðfangi - E2511033
Fyrir fundinum liggur erindi dagsett 22. nóvember 2025 þar sem eigendur Torfufells Lands T3 (L190307) óska eftir breytingu á staðfangi. Nýtt staðfang yrði Nátthagi.
Skipulagsnefnd afgreiddi málið á 444. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að staðfang fasteignarinnar Torfufells Lands T3 verði breytt í Nátthagi í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.
2. Áttan L152853 afmörkun lóðar - Merkjalýsing - E2512006
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni dags. 16.10.2025 þar sem verið er að hnitsetja afmörkun lóðarinnar Áttunnar (L152853). Erindið var tekið fyrir á 444. fundi skipulagsnefndar sem lagði til við sveitarsrjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
3. Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2024 - E2512017
4. Finnastaðir og Árbær L152594 skipting jarða - Merkjalýsing - E2512007
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni sem varðar Finnastaði og Árbæ L152594. Í merkjalýsingunni er jörðunum skipt upp í tvær aðskildar jarðir með nýjum merkjum þvert í gegnum núverandi land.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 444. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
5. Merkigil - Umsókn um byggingarreit - E2601021
Fyrir fundinum liggur erindi frá Kristínu S. Hermannsdóttur og Sæmundi Sigtryggssyni þar sem þau sækja um byggingarreit fyrir um það bil 180-240 fermetra íbúðarhúsi á einni hæði í landi Merkigils land númer L152724.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 444. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að byggja íbúðarhús á umbeðnum reit enda samræmist það aðalskipulagi með tilliti til fjölda íbúðarhúsa á viðkomandi jörð og er skynsamlega staðsett með tilliti til landbúnaðar á svæðinu.
6. Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK - E2501006
Fyrir fundinum liggja viðbrögð Skipulagsstofnunar, dags. 10. desember 2025, við tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Brúarlands (ÍB-15).
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 444. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að hafa umsjón með áframhaldandi vinnslu málsins þegar rammahluti aðalskipulags hefur öðlast gild í samræmi við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.
7. Húsnæðisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 - E2512019
Fyrir fundinum liggur núverandi húsnæðisáætlun 2025 og er óskað eftir ábendingum nefndarinnar um hvort eitthvað sérstakt þurfi að hafa til hliðsjónar eða taka tillit til við endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir árið 2026.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 444. fundi sínum þar sem áhersla var á að húsnæðisáætunin væri stefnumótandi skjal sem mögulgr er að byggja framtíðarákvarðanir í skipulagsmálum á.
8. Háaborg 2 (L174046) - beiðni um stækkun skógræktarsvæðis - E2512024
Fyrir fundinum liggur erindi fra eiganda Háuborgar 2 sem sækir um framkvæmdaleyfi til stækkunar skógræktarsvæðis á jörðinni. Um er að ræða rúmlega 11 hektara stækkun sbr. meðfylgjandi loftmynd og yrði svæðið girt á kostnað landeiganda.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 444. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við umsóknina. Stækkun svæðis verði færð inn á aðalskipulag í þeirri vinnu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um staðsetningu girðingar.
9. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga í uppbyggingu gatna í Bakkaflöt. - E2601008
Fyrir fundinum liggur umsókn Eyjafjarðarsveitar, dags. 06.01.2026, um framkvæmdaleyfi vegna 1. áfanga gatnagerðar á nýju athafnarsvæði á Bakkaflöt.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 444. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni í samræmi við umsókn og framlagðar teikningar. Skipulagsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og fullnusta útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 11.gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
10. Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1 - E2405037
Sveitarstjórn fer yfir stöðu undibúningsvinnu í hönnun stígsins.
11. Göngu- og hjólastígur með þjóðvegi 1 - E2203018
Sveitarstjórn ræðir undirbúning útboðs á stígnum.
12. Sorphirða - útboð 2026 - E2601018
Sveitarstjórn ræðir útboð á sorphirðu.
13. Mötuneyti - útboð 2026 - E2601016
Sveitarstjórn ræðir áherslur varðandi útboð mötuneytis Eyjafjarðarsveitar.
14. Malbikun - verðkönnun 2026 - E2601019
Sveitarstjórn skoðar undirbúning á verðkönnun vegna áframhaldandi malbikunar á vegum sveitarfélagsins.
15. Rotrær og fráveita tæming - verðkönnun 2026 - E2601020
Sveitarstjórn skoðar undirbúning á verðkönnun vegna tæmingu rotþróa og fráveitu.
16. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála - Tilkynning um kæru í máli nr. UUA2512006 - E2512018
17. Starfsemi Kristnesspítala - E2511018
Sveitarstjórn ræðir stöðu Kristnesspítala og framtíð starfseminnar þar.
Þau ánægjulegu tíðindi bárust frá SAK þann 11.desember að fyrri ákvörðun varðandi Kristnesspítala hefur verið dregin til baka og ákveðið hefur verið að reyna til hlítar að auka mönnun svo halda megi opnum rýmum til 7 daga endurhæfingar.
SAK sendir hinsvegar ákall til samfélagsins, þar sem það auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum, hjúkrunarfræðinemum og sjúkraliðum í dagvinnu og vaktavinnu, auk þess sem að auglýst er eftir starfsfólki í tímavinnu. Verði niðurstaða þessa ákalls sú að ekki náist ásættanleg mönnun er óhjákvæmilegt að rýna þurfi að nýju í starfsemina og forgangsraða.
Ljóst er því að starfsemin er brothætt og mönnun í dag að þolmörkum komin.
Fundargerðir til kynningar
18. HNE - Fundargerð 245 - E2512025
Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
19. Fundargerð 1. fundar farsældarráðs Norðurlands eystra - E2512012
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar Farsældarráðs Norðurlands eystra.
20. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 990 - E2512015
Lögð fram til kynningar fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
21. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 991 - E2512023
Lögð fram til kynningar fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
22. Fundargerð almannavarnanefndar 4.12.2025 og rekstraráætlun 2026 - E2512016
Lögð fram til kynningar fundargerð almannavarnanefndar dagsett 4. desember 2025 og rekstraráætlun ALNEY fyrir árið 2026.
13.01.2026
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.