Fundarboð 669. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar - leiðrétt dagsetning

Fréttir
FUNDARBOÐ
669. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 29. janúar 2026 og hefst kl. 08:00.
 
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
 
1. Syðri-Varðgjá (L152799) - deiliskipulag íbúðarsvæðis - E2601009
Tekin er fyrir beiðni um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag íbúðarsvæðis á Syðri-Varðgjá.
Skipulagsnefnd fjallaði um erindið á 445. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40.gr skipulagslaga 123/2010.
 
2. Athafnasvæði á Bakkaflöt - nýtt deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - E2310005
Aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt var auglýst skv. 31. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var athugasemdafrestur til 17. janúar sl. 10 umsagnir bárust á auglýsingatímabilinu og eru þær nú til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 445. fundi sínum og lagði fram tillögur að afgreiðslu.
 
3. Eyjafjarðarbraut eystri - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundna haugsetningu og vinnslu efnis - E2601024
N10b ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundinni haugsetningu á grjóti og efnisvinnslu á tanga vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Sótt er um leyfi til 3 mánaða fyrir geymslu og vinnslu fyrir allt að 1000 m3 af efni sem nota á að mestu við framkvæmd á byggingu hótels við Skógarböð og aðrar framkvæmdir í landi Ytri-Varðgjár. Að efnisvinnslu lokinni verður tanganum skilað í því ástandi sem hann var áður en framkvæmdir hófust.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 445. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið þegar umsögnin liggur fyrir. Efnistaka á svæðinu er óheimil.
 
4. Hrafnagil (L152646) - umsókn um sandtöku úr Eyjafjarðará - E2601026
Jón Elvar Hjörleifsson sækir um framkvæmdaleyfi til að taka 49.999 rúmmetra af sandi úr Eyjafjarðará neðan við aðalveginn í landi Hrafnagils skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 445. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað enda er ekki skilgreint efnistökusvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar á umræddu svæði. Nefndin bendir á að í vinnslu sé aðalskipulagbreyting sem heimilar 50.000 m3 á skipulagstímabilinu á efnistökusvæðinu sem er sameiginlegt aðliggjandi landareign. Æskilegt er að landeigendur geri samkomulag um nýtingu heimildarinnar þegar hún liggur fyrir.
 
5. Flokkun landbúnaðarlands - endurskoðun aðalskipulags 2023 - E2309010
Búnaðarsamband Eyjafjarðar er að vinna enduskoðun forsenda fyrir Eyjafjarðarsveit vegna flokkunnar landbúnaðarlands sem fram koma í skýrslu Eflu og Lands og skógar.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 445. fundi sínum, ræddi um flokkun landbúnaðarlands og vísaði málinu í áframhaldandi vinnu aðalskipulags.
 
6. Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar - Munkaþverá malarnám - E2601036
Fyrir fundinum liggur beiðni um að gert verði ráð fyrir 50.000 rúmmetrum af efnistöku á endurskoðuðu efnistökusvæði Munkaþverár. Gildandi aðalskipulag gerðir ráð fyrir 75.000 m3.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 445. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að umsókninni verði vísað í endurskoðun aðalskipulags.
 
7. Samningur um velferðar-, fræðslu- og frístundaþjónustu - E2512002
Fyrir fundinum liggja drög af nýjum samningi um velferðar-, fræðslu- og frístundaþjónustu við Akureyrarbæ.
Sveitarstjórn tók málið síðast fyrir á 667. fundi sínum þar sem drögunum var vísað til Velferðar- og menningarnefndar og Skólanefndar. Þá fól sveitarstjórn sveitarstjóra að rýna í kostnaðarliði samningsdraganna þar sem hlutfallsleg aukning frá núgildandi samningi er umtalsverð. Yfirferð nefndar er ekki lokið en kostnaður hefur verið ríndur sem og innihald samningsins.
 
8. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Ársskýrsla 2025 - E2601035
Fyrir fundinum liggur ásskýrsla vegna starfsemi Skógræktarfélags Eyfirðinga í Eyjafjarðarsveit árið 2025. Fram kemur í skýrslunni að nokkuð umfang hafi verið hjá félaginu í Eyjafjarðarsveit á árinu þar sem grisjað var í Vaðlareit og á Hálsi.
Þá fór fram stígagerð á Hálsi, 3.800 plöntur voru settar niður að Hálsi og að Melgerðismelum, skógarganga var haldin i Garðsreit og troðnar voru gönguskíðabrautir meðfram útivístastíg þó færi hafi sjaldan gefist til þess.
Skógreæktarfélagið var einnig ráðgefandi og setti niður plöntur fyrir sveitarfélagið í Hrafnagilshverfi.
 
Samningur við Skógræktarfélagið er að renna út og óskar félagið því eftir framlengingu á samningnum.
 
9. Ráðstefna SÍS með ungmennaráðum landsins - kynning og spurningalisti - E2510023
Föstudaginn 4. desember sl. fór fram ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga með ungmennaráðum landsins. Eyjafjarðarsveit sendi sitt ungmennaráð á ráðstefnuna ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar sem jafnframt er starfsmaður ungmennaráðs.
Fyrir fundinum liggur minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar frá ráðstefnunni.
 
10. Alþingi - Til umsagnar 322. mál frá nefndar- og greiningarsviði - E2601034
Fyrir fundinum liggja drög að Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráðtlun fyrir árin 2026-2030 en opið er fyrir umsagnir í umsagnagátt Alþingis til og með 9. febrúar næstkomandi.
 
11. Starfsemi Kristnesspítala - E2511018
Forstjóri SAK og framkvæmdastóri mæta til fundar við sveitarstjórn þar sem farið verður yfir málefni Kristnes.
 
Fundargerðir til kynningar
 
12. SSNE - Fundargerð 79. stjórnarfundar - E2601025
Fundargerð 79. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
 
13. Tún vottunarstofa - Aðalfundur 2025 - E2512010
Fundargerð aðalfundar Tún vottunarstofu fyrir 2025 lögð fram til kynningar.
 
14. Hættumatsnefnd Eyjafjarðarsveitar - fundargerð 6. fundar - E2601027
Fundargerð 6. fundar hættumatsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
15. Fundargerðir farsældarráðs Norðurlands eystra - E2512012
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Farsældarráðs Norðurlands eystra.
 
16. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 18. - E2601015
Fyrir fundinum liggur fundargerð 18. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 dags. 17.12.25 auk kostnaðaráætlunar 2026.
 
17. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 445 - 2601007F
Lögð fram til kynningar 445. fundargerð Skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.
 
 
 
27.01.2026
Finnur Yngvi Kristinsson, Sveitarstjóri.