Götuhjólamót föstudaginn 25.júlí

Fréttir

Hjólreiðafélag Akureyrar mun halda götuhjólamót í tímatöku föstudaginn 25. júlí nk. Ráðgert er að ræsing verði við Botnsreit kl. 18 og þaðan verður hjólað fram að Saurbæ. Þar verður snúið við og hjólað til baka. Áætlað er að keppnin taki 3-4 tíma. Hjólreiðafélagið mun sjá um brautargæslu, nauðsynlegar merkingar og hafa látið lögreglu og slökkvilið vita af viðburðinum.