https://www.ssne.is/is/um-ssne/frettir/hver-er-stada-handverksfolks-a-islandi
Frétt frá SSNE:
"Núna er í gangi vinna til að efla íslenskt handverk sem atvinnugrein. Eitt af fyrstu skrefunum er þarfagreining og er m.a. kallað eftir svörum handverksfólks í eftirfarandi könnun. Niðurstöðurnar verða mikilvægt innlegg í opinberri umræðu um stöðu handverks á Íslandi.
Markmiðið með könnuninni er að öðlast dýpri skilning á umhverfi handverksfólks á Íslandi í víðu samhengi og bera kennsl á þá þætti sem þarfnast umbóta með þarfir iðkenda í huga. Með því móti er hægt að stuðla að tryggri framtíð þess fyrir ókomnar kynslóðir og auka skilning á handverki sem menningarverðmæti í samtímanum.
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) hefur umsjón með framkvæmd könnunar um stöðu handverksfólks á Íslandi, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Handverks og hönnunar.
Hér er hlekkur á könnunina.
Myndin er fengin að láni af síðu Dyngjunnar, handverksfélags í Mývatnssveit."