Eyjafjarðarsveit mun á næstu 2–3 vikum hefja innleiðingu á þriðju sorptunnunni við hvert heimili í sveitarfélaginu, í samræmi við lög sem kveða á um að plast og pappi skuli flokkað og safnað aðskilið frá heimili.
Það er Terra ehf., þjónustuaðili sveitarfélagsins í sorpmálum, sem sér um framkvæmd innleiðingarinnar. Byrjað verður innst í firðinum og unnið út eftir.
Að lokinni innleiðingu munu heimili í Eyjafjarðarsveit hafa til umráða þrjár tunnur:
- Plasttunnu
- Pappatunnu
- Tunnu fyrir óflokkað sorp, með lífrænu hólfi þar sem við á
Markmið breytingarinnar er að bæta flokkun úrgangs og stuðla að vistvænni og ábyrgri meðhöndlun sorps í sveitarfélaginu.