Íslendingar 90% gesta á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

Íslendingar eru yfirgnæfandi fjöldi gesta á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi. Þetta sýnir tölfræðin frá síðasta ári.
Alls gistu 4076 manns í samtals 7718 gistinætur. Íslendingar eiga 89% af þessum gistinóttum, eða 6884. Næst fjölmennasti hópurinn eru Þjóðverjar með 184 gistinætur, þá koma Bandaríkjamenn með 98, Spánverjar með 80, Hollendingar 77 og Kanadamenn lögðu inn 67 gistinætur á tjaldsvæðinu 2025.
Á hinum endanum má sjá að einn Rússi gisti á tjaldsvæðinu í eina nótt og sömu sögu má segja af ferðamönnum frá Kólumbíu, Slóvakíu og Nýja Sjálandi. 14 Ástralir gistu á tjaldsvæðinu í fyrra og líklega komu þeir lengst að af öllum þeim sem gistu hjá okkur.