Íþróttamiðstöðin opnar eftir endurbætur og viðhald

Fréttir

Framkvæmdir við nýjan dúk í sundlaugarkari íþróttamiðstöðvarinnar gengu framar vonum og var því opnað á nýjan leik laugardaginn 23. ágúst og skipt þá yfir í vetraropnunartímann frá þeim degi:

Mánudagar til fimmtudaga kl. 06.30 – 8 og 14 – 22.
Föstudagar kl. 06.30 - 8 og 14 – 19.
Laugardagar og sunnudagar kl. 10 – 19.

Því miður náðist ekki að setja nýja heita pottinn upp í þessari lokun vegna tafa á afhendingu, en unnið hefur verið hörðum höndum í kjallaranum að gera allt klárt fyrir hann þegar hann kemur. Það má því búast við raski á sundlaugarlóðinni síðar en það verksvæði verður girt af þegar að því kemur.

Verið velkomin í sund á nýjan leik!