Undirbúningur er hafinn við skipulagningu Íþróttaviku Evrópu sem haldin er ár hvert frá 23. september til 30. september. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Leitað er til heimamanna sem bjóða upp á hreyfi- eða vellíðunarúrræði að staðaldri og annarra sem hafa áhuga á að bjóða upp á dagskrá í þessari tilteknu viku í anda hennar.
Fyrirhuguð er sú nýjung að efna til svokallaðs "Virkniþings" í íþróttamiðstöðinni þar sem öllum þeim sem bjóða upp á skipulagt hreyfi- íþrótta - og vellíðunarstarf er boðið að kynna starfsemi sína endurgjaldslaust.
Þeir sem hafa áhuga á því að bjóða upp á viðburði í dagskrá íþróttavikunnar eru beðnir um að hafa samband við Karl Jónsson forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar á netfanginu karlj@esveit.is sem fyrst, en hann gefur einnig allar upplýsingar um verkefnið.
