Kort­lagn­ing rækt­un­ar­lands - til­gátu­vefsjá opn­uð

Fréttir

Eyjafjarðarsveit hvetur landeigendur til að kynna sér tilgátuvefsjá með grunnflokkun landbúnaðarlands sem unnin hefur verið af Eflu fyrir Land og Skóg og koma með ábendingar í gegnum tilgátufefsjána sem nálgast má neðst í fréttinni.

Vorið 2024 samþykkti Alþingi Landsskipulagsstefnu 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Meðal aðgerða er kortlagning á ræktunarlandi sem hentar til matvælaframleiðslu. Því hefur nú verið unnin grunnflokkun fyrir landbúnaðarland af Eflu verkfræðistofu en verkefnisstjórn var í umsjón Lands og skógar.

Afurð verkefnisins er landupplýsingagrunnur með flokkun lands í 4 flokka auk takmarkana sem er land sem ekki hentar til ræktunar. Nú hefur verið opnuð einföld tilgátuvefsjá fyrir hagaðila til að skoða niðurstöður flokkunarinnar og gera athugasemdir við einstök atriði. Vefsjáin verður opin til og með 30. júní og mun svo færast undir landupplýsingagrunn í umsjón Lands og skógar sem verður öllum aðgengilegur og uppfærður eftir því sem upplýsingar verða betri. Áfram verður hægt að koma með ábendingar eftir að vefsjáin færist yfir í landupplýsingagrunninn.

Sveitarfélög, hvert fyrir sig, munu bera ábyrgð á að vinna gögnin áfram og nánar sem forsendugagn fyrir stefnumótun um landbúnaðarland í aðalskipulagi.

Tengill á vefsjána

Upptaka af kynningarfundi með sveitarfélögum