Leifsstaðabrúnir (Oddi, Birkitröð Kvos), Eyjafjarðarsveit – Endurauglýsing deiliskipulagstillögu

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 649. fundi sínum þann 26. febrúar 2025 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Leifsstaðabrúnum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til þriggja íbúðarhúsalóða á svæði sem auðkennt er íbúðarsvæði ÍB16 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 12. maí og 23. júní 2025, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 400/2025. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 23. júní 2025. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar