Lokað verður á umferð að norðan inn í Hrafnagilshverfi frá klukkan 9 í dag, mánudaginn 13.október, og verður þá allri umferð hverfisins sunnan og vestan Bakkatraðar beint um norðurtengingu, afleggjara Hrafnagils, meðan framkvæmdir eiga sér stað. Áætlað er að verkið taki nokkurn tíma en að því loknu verður komið nýtt malbik alla leið í gegnum hverfið.
Þegar þessum kafla er lokið verður ráðist í lokafrágang, svo sem steypu á köntum og lagningu göngustíga en því mun fylgja mun minna rask en í þveim viðamiklu framkvæmdum sem hafa gengið yfir í sumar.
Lokunin sést betur á myndinni (rautt lokað - grænt opið) en hún nær allt frá gatnamótum við gámasvæðið og að enda nýja malbiksins auk nýju tengingarinnar í Bakkatröð.
Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og bent er á að börn fara daglega gangandi milli búsins að Hrafnagili og skólans.