Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur undanfarið unnið að nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið og hefur sveitarstjórn nú samþykkt töllögur nefndarinnar að Nýsköpunarstefnu Eyjafjarðarsveitar.
Stefnan tekur mið af því að innleiða nýsköpunarmiðaða nálgun í störf og kerfi sveitarfélagsins og stjórnsýsluna og þannig byggja hugsjón nýsköpunar upp til langs tíma svo hún muni verða órjúfandi hluti af samfélaginu þegar fram í sækir.
Nýsköpunarstefnan á þegar stoð í nýrri Menntastefnu sveitarfélagsins og munu þær því vinna vel saman að framvexti sveitarfélagsins á komandi árum.
Stefnuna má nálgast með því að klikka á slóðina hér að neðan.
https://www.esveit.is/eyjafjardarsveit/moya/page/nyskopunarstefna-eyjafjardarsveitar