Opið fyrir umferð til suðurs úr Hrafnagilshverfi

Fréttir
Hjáleið um Hrafnagil
Hjáleið um Hrafnagil

Vegna gatnaframkvæmda innan Hrafnagilshverfis hefur verið opnað tímabundið á umferð inn og út úr hverfinu að sunnanverðu fram hjá Hrafnagilsbúinu.

Búast má við að þessi leið verði opin í einhverjar vikur meðan farið verður í lokafrágang gatna í hverfinu en því mun fylgja umtalsvert meira ónæði á næstu vikum þar til búið er að leggja nýtt malbik á Hrafnatröðina sem gengur gegnum allt hverfið.

Óhjákvæmilegt verður að útbúa nýjar hjáleiðir meðan undirbúningur er í gangi og á meðan á malbikun stendur. Verða leiðir þá merktar inn á kort og kynntar hér á vefnum þegar þær liggja fyrir.

Með þökk fyrir þá þolinmæði sem vegfarendur hafa sýnt meðan á öllum þessum viðamiklu framkvæmdum stendur.

 

Finnur Yngvi Kristinsson

Sveitarstjóri