Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Fréttir
Startup Landið
Startup Landið

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra www.ssne.is