Opnunartími íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar í maí 2025

Fréttir

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar vekur athygli á því að opið er fyrir almenning skv. vetraropnunartíma nú í vikunni þrátt fyrir að Akureyrarlaug sé lokuð. Það er opið daglega kl. 6.30 - 8 og kl. 14 - 22 virka daga og kl. 10-19 um helgar.

Mánudaginn 26. maí lokum við í þrjá daga vegna námskeiða starfsfólks og viðhalds. Opnum aftur á Uppstigningardag skv. helgaropnunartíma kl. 10-19. Sumaropnunartíminn tekur síðan gildi laugardaginn 31. maí. Þá verður opið á virkum dögum frá kl. 6.30 - 22 og um helgar frá kl. 10-20.