Athygli fasteignaeigenda er vakin á því að ekki er unnt að sækja ný klippikort fyrir gámasvæðið fyrr en eftir 1. febrúar þar sem álagning fasteignagjalda fer fram í febrúar ár hvert. Þeir sem sóttu sér kort fyrir áramót eiga að geta nýtt þau áfram út janúar.
Fyrir þá sem ekki gerðu það er hægt að brúa bilið í janúar með því að starfsmenn gámasvæðisins eða íþróttamiðstöðvarinnar útbúi nýtt tímabundið kort.
Ný kort verður svo hægt að nálgast á esveitarkort.is eftir 1. febrúar."