Síðasti fundur skipulagsnefndar fyrir sumarfrí verður haldinn mánudaginn 23.júní og sveitarstjórnar þann 26.júní.
Fullbúin erindi vegnas skipulagsmála þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 18.júní á sbe@sbe.is svo þau geti ratað fyrir fundinn. Æskilegt er að leita til skipulagsfulltrúa nokkuð fyrir þann tíma því ófullbúin mál fara ekki til afgreiðslu nefndarinnar.
Erindi til sveitarstjórnar þurfa að berast ekki síðar en fimmtudaginn 19.júní á esveit@esveit.is eigi að taka þau fyrir fund sveitarstjórnar.
Fyrirhugað er að sveitarstjórnarstarf hefjist aftur um miðjan ágúst að loknu sumarfríi.