Skötuveisla á Þorláksmessu

Fréttir

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif í Eyjafjarðarsveit bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30.

Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.

Verð er 5.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.

Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.