Atvinnu- og umhverfisnefnd hvetur íbúa sveitarinnar til að tína rusl í veðurblíðunni og e.t.v. stinga upp illgresi í kringum sig.
Kjörið er að nýta Stóra Plokkdaginn, sem er landsátak í ruslatínslu, til útveru og tiltektar.
Ýmislegt rusl liggur nú í vegköntum og rúlluplast á girðingum hér og þar eftir snjóléttan vetur.
Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
Gleðilegt sumar :)