Sundlaugin lokuð frá 11. - 23. ágúst

Fréttir

Vegna framkvæmda í sundlaug Eyjafjarðarsveitar verður hún lokuð frá 11. - 23. ágúst. Skipta á um sundlaugardúk í stóru lauginni og setja upp nýjan heitan pott. Stefnt er að opnun aftur laugardaginn 23. ágúst og þá skv. vetraropnunartíma.

Á meðan lokuninni stendur verður íþróttahús og líkamsrækt opin á milli kl. 8 og 15 virka daga en lokað um helgar.