Um næstu helgi verður Eyjaförður undirlagður í hátíðum en Handverkshátíð
verður haldin dagana 6.-9.ágúst. Meðal viðburða í tengslum við hátíðina verður brunaslöngubolti þar
sem sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu munu takast á. Leikirnir fara fram á fótboltavellinum við
hátíðarsvæðið n. k. sunnudag og hefjast kl. 14:30. Búist er við fjörugum kappleik. Sveitarstjórnir sem taka þátt eru
Grýtubakkahreppur, Svalbarðasstrandahreppur, Hörgárbyggð, Akureyri og Eyjafjarðarsveit.
Brunaslöngubolti fer þannig fram að spilað er á fótboltavelli með tvö mörk. Markmaður hvors liðs fær brunaslöngu sem
nýta skal til varnar. Liðin eiga svo að keppast við að skora mark hjá andstæðingnum og þá sérstaklega að komast framhjá
brunaslöngumarkmanninum.
