Syndum 2025 - lengra synt en í fyrra

Fréttir

Gestir sundlaugarinnar í Hrafnagilshverfi lögðust hver um annan þveran til sunds í nóvembermánuði en þá var átakið Syndum sem er á vegum ÍSÍ, keyrt líkt og síðustu ár.

Í fyrra voru syntir samtals 116,7 kílómetrar en í ár var bætt í og niðurstaðan er 120,95 kílómetrar.

Sá sem lengst synti fór slétta 13 km, næst lengsta vegalengdin var 10 km og sú þriðja 9,2 km.

Ef niðurstöðurnar eru brotnar niður á daga kemur í ljós að 17. nóvember trónir á toppnum með flesta km eða samtals 8,150 km.

Sundlaugin í Hrafnagilshverfi endaði í 25. sæti yfir allar sundlaugar landsins að þessu sinni.

Nú er tími til að hefja markvissar æfingar fyrir næsta Syndum-átakið 2026 og færa sig aðeins ofar í töflunni.