Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
Við óskum eftir að ráða í stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi skólaárið 2025 - 2026.
Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir kennara sem er faglegur og sjálfstæður í vinnubrögðum, kveikir áhuga nemenda og sýnir góðvild og festu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
➢ Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
➢ Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
➢ Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
➢ Vinnur í samvinnu við kennara og starfsfólk.
➢ Æskilegt er að hafa reynslu og færni af teymisvinnu.
➢ Sýnir hæfni í mannlegum samskiptum við nemendur og foreldra.
➢ Sýnir frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Hefur áhuga á kennslu og að vinna með börnum og unglingum.
➢ Hefur gott orðspor og krafa er gerð um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu.
Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
Upplýsingar veita skólastjórnendur; Ólöf Ása Benediktsdóttir og Björk Sigurðardóttir í síma 464-8100. Sótt er um störfin með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; asa@krummi.is eða bjork@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2025.
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf