Sveitarstjórn hefur tekið fyrir drög að uppfærslu umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið og verður hún til kynningar hér á vefnum til og með 19.júní og gefst íbúum og öðrum áhugasömum að koma með ábendingar vegna hennar fram að því.
Ábendingar berist á esveit@esveit.is merkt "Umferðaröryggisáætlun ábendingar".
Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að uppfærslunni, meðal annars út frá ábendingum íbúa og er þetta því lokahnikkur vinnunnar áður en uppfærslan verður gefin út.
Til stendur að umferðaröryggisáætlunin verði aftur endurskoðuð á árinu 2026.