Umhverfisverðlaun 2025 - Ábendingar óskast fyrir 18. september

Fréttir

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Atvinnu- og umhverfisnefnd óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess.

Einnig má gjarnan koma ábendingum á framfæri til nefndarinnar um einstaklinga sem hafa beitt sér sérstaklega í þágu umhverfismála í Eyjafjarðarsveit. Tilnefningar og ábendingar þurfa að berast fyrir 18. september til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á netfangið esveit@esveit.is

Atvinnu- og umhverfisnefnd.