Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2025

Fréttir

"Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru."

Skemmst er frá því að segja að viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi fékk Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit og er hann vel að því kominn. Óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Fréttina má í heild sinni lesa hér.

Myndin sem fylgir þessari frétt er af afhendingunni og úr upprunalegu fréttinni á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands.