VILTU VERÐA HLUTI AF SUMRINU Í EYJAFJARÐARSVEIT?
Við leitum að tveimur lífsglöðum tjaldvörðum til að gera sumarið enn betra á tjaldsvæðinu okkar!
Þetta er draumastarfið fyrir þig sem:
- Hefur gaman af því að hitta fólk frá öllum heimshornum.
- Nýtur þess að vera úti í náttúrunni.
- Ert þjónustulund(uð) og brosmild(ur).
- Talar ensku (önnur tungumál eru kostur!).
- Hefur metnað til að halda umhverfinu snyrtilegu.
- Getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði.
Helstu verkefni:
- Taka á móti gestum og veita þeim góða þjónustu.
- Halda tjaldsvæðinu hreinu og snyrtilegu.
- Sinna vöktun á gámasvæði tvisvar í viku.
- Sláttur og umhirða tjaldsvæðis.
- Tekur þátt í umhirðu íþróttasvæðis.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Við bjóðum:
- Lifandi og skemmtilegt sumarstarf.
- Vaktavinnu, kl. 8-14 aðra vikuna og 14-20 hina. Frí aðra hvora helgi (með fáum álagstengdum undantekningum).
- Frábært starfsumhverfi í fallegri sveit
- Góðan starfsanda.
Aldurstakmark 20 ár.
Tekið er á móti umsóknum á netfanginu karlj@esveit.is. Þeim þarf að fylgja kynningarbréf og ferlisskrá.
Nánari upplýsingar veitir Karl Jónsson forstöðumaður á netfanginu karlj@esveit.is eða í síma 464 8140 fyrir kl. 16.