Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð í landi Samkomugerðis 1 í kynningarferli. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýju frístundasvæði á landeigninni Samkomugerði 1 landsp. 1 þar sem heimilt er að byggja þrjú frístundahús. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
01.09.2022
Fréttir
Deiliskipulagsauglýsingar