Auglýsingablaðið

1288. TBL 06. maí 2025

Auglýsingablað 1288. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 6. maí 2025.



Sveitarstjórnarfundur

655. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. maí og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2025

Dagana 5.–10. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi
1. bekk (börn fædd 2019) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir
eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi.
Skráning fer fram hjá ritara skólans á virkum dögum milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.



Vinnuskóli 2025

Opið er fyrir rafrænar skráningar í vinnuskólann sumarið 2025 – miðað er við að skráningu sé lokið 20. maí.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli

Aldur F.ár Laun með orlofi Orlof 13,04% Laun án orlofs Hlutfall af l.fl. 117
14 ára 2011 1.509 kr. 174,1 kr. 1.335 kr. 44%
15 ára 2010 1.646 kr. 189,9 kr. 1.456 kr. 48%
16 ára 2009 2.092 kr. 241,3 kr. 1.851 kr. 61%



Klippikort fyrir gámasvæði

Frá og með þriðjudeginum 6. maí verður eingöngu hægt að greiða með rafrænu klippikorti á gámasvæði/endurvinnslustöð sveitarfélagsins í Hrafnagilshverfi. Notkun klippikortsins tekur mið af yfirliti yfir gjalskilda flokka á gámasvæði sveitarfélagsins og er eitt klipp fyrir hverja 0,25 rúmmetra af gjaldskildum úrgangi. Samsvarar það um einum stórum ruslapoka.
Yfirlit yfir gjaldskilda flokka má finna hér í pdf skjali.
Sækja þarf um klippikortið  hér Klippikort - fyrir Gámasvæði.
Athugið að til að sækja um gjaldfrjálst klippikort þarf viðkomandi umsækjandi að vera skráður fyrir viðkomandi fasteign í sveitarfélaginu.
Íbúar sem þurfa aðstoð með að sækja um kortið eða geta ekki sjálfir nýtt rafrænt klippikort geta leitað aðstoðar í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar.



Umferðaröryggisáætlun

Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is fyrir 21. maí nk.
Hér er Umferðaröryggisáætlun 2022, af heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.



Katta- og hundahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Vinsamleg ábending til hundaeigenda sem ganga meðfram Eyjafjarðará, á meðan á varptíma stendur, að takmarka lausagöngu hunda sinna þar yfir þennan tíma.

Í samþykktinni kemur einnig fram, í 9. gr., að ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Dýrin skulu bera ól með tengiliðaupplýsingum og er eiganda eða umráðamanni ávallt skylt að fjarlægja saur eftir dýr sitt.

Sé ónæði af völdum katta og/eða hunda má hafa samband í vaktsíma 463-0615.

Sveitarstjóri.



Sumarstarf flokkstjóra vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar

Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní fram í ágúst.

Helstu verkefni eru m.a.:
• Stjórna starfi nemenda vinnuskólans
• Leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu
• Vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum
• Halda utan um mætingar og ástundun nemenda

Hæfniskröfur:
• Bílpróf er skilyrði
• Hafa gott vald á íslensku
• Áhersla er lögð á vinnusemi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Vera góð fyrirmynd
• Skipulag, stundvísi og jákvæðni
• Reynsla af starfi með unglingum er kostur

Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí. Tekið er á móti umsóknum á netfangið esveit@esveit.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Davíð forstöðumaður eignasjóðs, í síma 894-3118 eða á david@krummi.is


Óska eftir aukavinnu á kvöldin og um helgar
Ég er að leita mér að smá aukavinnu á kvöldin og um helgar, sem nemur sirka 20-30% vinnu. Ég er opin fyrir hverskyns starfi, er handlagin og fljót að læra.
Það má hafa samband við mig í síma 848-7381 eða senda á netfangið mariahjelm95@gmail.com
Með fyrirfram þökkum María Hjelm.

Getum við bætt efni síðunnar?