Auglýsingablað 1289. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 13. maí 2025.

Vinnuskóli 2025
Opið er fyrir rafrænar skráningar í vinnuskólann sumarið 2025 – miðað er við að skráningu sé lokið 20. maí.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli
Aldur F.ár Laun með orlofi Orlof 13,04% Laun án orlofs Hlutfall af l.fl. 117
14 ára 2011 1.509 kr. 174,1 kr. 1.335 kr. 44%
15 ára 2010 1.646 kr. 189,9 kr. 1.456 kr. 48%
16 ára 2009 2.092 kr. 241,3 kr. 1.851 kr. 61%

Umferðaröryggisáætlun
Atvinnu- og umhverfisnefnd kallar eftir ábendingum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar um hvar umferðaröryggi er ábótavant í sveitarfélaginu. Ábendingar óskast sendar á netfangið esveit@esveit.is fyrir 21. maí nk.
Umferðaröryggisáætlun 2022 er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/static/files/Umferdaroryggismal/22.05.06-umferdaroryggisaaetlun-eyjafjardarsveitar-utgefin.pdf

Katta- og hundahald
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”
Vinsamleg ábending til hundaeigenda sem ganga meðfram Eyjafjarðará, á meðan á varptíma stendur, að takmarka lausagöngu hunda sinna þar yfir þennan tíma.
Í samþykktinni kemur einnig fram, í 9. gr., að ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Dýrin skulu bera ól með tengiliðaupplýsingum og er eiganda eða umráðamanni ávallt skylt að fjarlægja saur eftir dýr sitt.
Sé ónæði af völdum katta og/eða hunda má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri.

Perlur Bítlanna í Laugarborg
Kirkjukór Grundarsóknar og Samkór Dalvíkurbyggðar flytja, ásamt hljómsveit, tólf af perlum Bítlanna í Laugarborg fimmtudagskvöldið 15. maí kl. 20:00. Útsetningar og stjórnendur: Þorvaldur Örn Davíðsson og Þórður Sigurðarson.
Ókeypis inn – allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Af hveru ekki að gera sér dagamun, skellið ykkur á tónleika í Laugarborg?! Júrovision er hægt að horfa á hvenær sem er en þessir tónleikar verða bara þetta kvöld hér í sveit.

Iðunnarkvöld – Kvenfélagið Iðunn
Fimmtudagskvöldið 22. maí kl. 20:00, við ætlum að breyta til og vera í Félagsborg í þetta sinn. Endilega grípið létta handavinnu með ykkur ef þið vilið. 1. flokks veitingar á boðstólum í boði 2. flokks ;-)