Auglýsingablað 1299. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 26. ágúst 2025.
Því miður voru síðustu tvö tölublöð með röngu tbl.númeri, rétt er: 12. ág. nr. 1297. og 19. ág. nr. 1298.

Sveitarstjórnarfundur
660. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. ágúst og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Kaffihlaðborð Hjálparinnar í Funaborg 31. ágúst 13:30-17:00
Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 31. ágúst. Þar munu borðin svigna undan kökum og kruðeríi.
Fullorðnir 3.500 kr., grunnskólabörn 1.500 kr. og yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Göngur 2025
Fyrri göngur fara fram 4.-7. september.
Seinni göngur fara fram 20.-21. september.
Hrossasmölun verður 3. október og stóðréttir 4. október.
Gangnaseðlar hafa verið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar
https://www.esveit.is/eyjafjardarsveit/frettir/gangnasedlar-2025
Talstöðvarásir gangnasvæða koma fram á gangnaseðli.
Haustferð verður farin 10. september um austanverðan Skagafjörð.
Ferðin kostar 18 þúsund fyrir manninn. Innifalið er auk ferðarinnar, leiðsögn, hádegisverður og kvöldverður.
Skráning er hjá Leifi 894-8677, Sveinbjörgu 846-3222 eða Páli 661-7627. Vinsamlegast látið vita fyrir 4. september.
Ferðanefnd Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.