Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
- Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2024–30/9 2025.
- Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2024–30/9 2025.
- Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
- Pollurinn veiðistjórnun og fyrirhugað veiðibann.
- Vísindarannsóknir í Eyjafjarðará.
- Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár að Ytra-Gili Eyjafjarðarsveit 4. desember 2025 klukkan 20:00.
Á fundinum verða landeigendum einnig afhent ný skilti til að merkja veiðivegi er liggja um landareign þeirra.
Fh. stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár,
Jón Gunnar Benjamínsson.