Dagskrá:
1. Framkvæmdir ársins 2025 - 2501030
Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins, stöðu á undirbúning.
2. Þormóðsstaðir - 2503011
Nefndin fer yfir skógræktarsamning og drög að samning um leigu á túnum.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í að minnka samningssvæðið samkvæmt tillögu Lands- og skógar og svæðið verði girt með fjárheldri girðingu í samræmi við það.
3. Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1 - 2405037
Nefndin fer yfir fyrstu drög að hönnun samgöngumannvirkis meðfram Eyjafjarðarbraut eystri frá þjóðvegi 1 að Knarrarbergsvegi.
Framkvæmdaráð fer yfir drög og óskar eftir að þeim sé vísað til skipulagsnefndar og hönnuði verði falið að eiga samtal við landeigendur miðað við fyrirliggjandi drög.
4. Þjóðvegur nr. 1 - Hringtorg og stígur - 2403021
Nefndin fer yfir drög af hönnun samgöngumannvirkis meðfram þjóðvegi 1.
Lögð fram drög að hönnun hjóla- og göngustíg sem unnin hefur verið af Verkís.
Framkvæmdaráð óskar eftir staðfestingu á fjármögnun frá Vegagerðinni vegna stígagerðarinnar og hvernig Vegagerðin áætlar að tryggja öryggi óvarinna vegafarenda þar sem vegurinn er þveraðir þar til hringtorgi hefur verið komið fyrir.
5. Hestamannafélagið Funi - samstarfssamningur um uppbyggingu reiðvega - 2403007
Valur Ásmundsson mætir á fund ráðsins fyrir hönd reiðveganefndar þar sem farið var yfir áætlaðar framkvæmdir ársins og rætt um lausnir hvernig tengja megi svæðið að Kristnesi við reiðvegakerfið sem byggt hefur verið upp sunnan Hrafnagilshverfis.
Fram kom að á árinu 2024 hafi verið fjárfest fyrir um 6,5 milljónir í reiðvegum á svæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20