Dagskrá:
1. Íþrótta- og tómstundastyrkur - E2510040
Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir kynninguna og vísar áframahaldandi umræðum um málið til frekari umræðu á næsta fundi velferðar- og menningarnefndar.
2. Félagsmiðstöðin Hyldýpi - E2510041
Fyrir nefndinni liggur minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar í tengslum við starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir kynninguna og vísar áframahaldandi umræðum um málið til fundarliðar nr. 9., fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar.
3. Íþróttavika Evrópu - E2510039
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar vegna íþróttaviku Evrópu 2025.
Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir kynninguna.
4. Bókasafn Eyjafjarðarsveitar - E2504005
Nefndin heimsótti Bókasafn Eyjafjarðarsveitar á síðasta fundi þar sem Margrét Aradóttir tók á móti nefndarfólki og kynnti starfsemina. Fór hún þar yfir það mikla verk sem fram undan er við að undirbúa tilfærslu safnsins í nýtt rými. Margrét hefur tekið saman útlánatölur fyrir safnið undanfarin tíu ár og liggja þau fyrir nefndinni til kynningar. Þá liggja fyrir fundinum drög af teikningum fyrir nýtt bókasafnsrými.
Lagt fram til kynningar.
5. Reglur fyrir menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar - E2503033
Teknar eru til upprifjunar úthlutunarreglur menningarsjóðs en sveitarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar um brreytingu á þeim fyrr á árinu.
Breyting varð þar á 5.gr og er svo hljóðandi: "Að öllu jafna þurfa umsækjendur að hafa löghemili í Eyjafjarðarsveit eða hafa haft þar lögheimili á síðstliðnum tveimur árum til að geta hlotið greiðslu úr sjóðnum. Úthlutunarnefnd er heimilt að víkja frá reglu um lögheimilisfesti hafi viðkomandi starfsemi ótvírætt heimili í sveitarfélaginu eða umsókn sé til þess fallin að samfélagið hafi augljósa tengingu eða hag af stuðningi við hana." Annað í reglunum var óbreytt.
Lagt fram til kynningar.
6. Lítil þúfa fta. - Styrkbeiðni 2025 - E2508006
Nefndin getur ekki orðið við erindinu.
7. Hælið setur um sögu berklanna - Umsókn um styrk til menningarmála haust 2025 - E2510014
Verkefnið Sultuplástur. Umsækjandi Hælið setur um sögu berklanna. Tengiliður María Pálsdóttir.
Veittur styrkur 200.000.-
8. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2026 - E2509004
Nefndin getur ekki orðið við erindinu.
9. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Tekin er til umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2025 og 2026-2029 ásamt gjaldskrám þeim sem málaflokkum nefndarinnar tilheyra.
Nefndin tekur vel í hugmyndir forstöðumanns ÍME um afslátt til starfsfólks Eyjafjarðarsveitar í ljósi þess að sveitarfélagið sé Heilsueflandi samfélag og vísar minnisblaðinu og útfærsluna þess til sveitarstjórnar. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að endurskoðun stefnu á fríðindum starfsmanna með þessi sjónarmið í huga. Að sama skapi tekur nefndin undir sjónarmið forstöðumanns að afsláttur til starfsmanna nái einungis til tímabilskorta.
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrár heimaþjónustu, tjaldsvæðis og íþróttamiðstöðvarinnar hækki um allt að 4%.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20