Fréttayfirlit

Gámasvæðið - lokað 1. maí

Lokað verður laugardaginn 1. maí á gámasvæðinu. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
28.04.2021
Fréttir

Framlengdur frestur til 31. júlí 2021 - Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa af Covid-19

Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020. • Umsóknarfrestur verði framlengdur til 31. júlí 2021 • Ekkert lágmarkstímabil iðkunar (með það að markmiði að t.d. leikjanámskeið og sumarbúðir falli undir skilyrðið) • Hægt er að nýta styrkinn til að greiða keppnisgjald/mótsgjald
27.04.2021
Fréttir

Sumarstörf námsmanna 18 ára og eldri

Eyjafjaðarsveit auglýsir þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sumarið 2021. Umsækjendur þurfa að verða 18 ára á árinu eða eldri og vera skráðir í námi á vorönn 2021 eða haustönn 2021. Ráðningartími er að hámarki tveir og hálfur mánuður miðað við fullt starf á tímabilinu 1. júní - 15. september. 
26.04.2021
Fréttir

Er úrgangur vannýtt auðlind? erindi í boði Umhverfisnefndar.

Á mánudagsmorgun 26. apríl kl. 11:00 mun Guðmundur Sigurðarson hjá Vistorku flytja erindi í fjarfundabúnaði undir yfirskriftinni “Er úrgangur vannýtt auðlind?”. Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að fara inná tengil hér að neðan.
23.04.2021
Fréttir

Opnun sundlaugar 22. og 23. apríl

Sundlaugin verður opin á sumardaginn fyrsta kl. 10:00-19:00. Föstudaginn 23. apríl er starfsdagur í skólanum og þá verður sundlaugin opin allan daginn kl. 6:30-19:00.
21.04.2021
Fréttir

Gleðilegt sumar

Um helgina eru bæði Stóri plokkdagurinn og Dagur umhverfisins. Af því tilefni vill Umhverfisnefndin hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt. Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira. Á mánudagsmorgun 26. apríl kl. 11:00 mun Guðmundur Sigurðarson hjá Vistorku flytja erindi í fjarfundabúnaði undir yfirskriftinni “Er úrgangur vannýtt auðlind?”. Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að fara inná tengil á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg í einhvern tíma á eftir fyrir þá sem ekki geta fylgst með í rauntíma. Settir verða út gámar fyrir járn og timbur á nokkrum stöðum um leið og þungatakmarkanir leyfa. Mikilvægt er að vel sé um þá gengið og rétt flokkað. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar.
19.04.2021
Fréttir

Fundarboð 564. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 564 FUNDARBOÐ 564. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 21. apríl 2021 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 105 - 2104003F 1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 1.2 2104011 - Skólatröð 2-6 loftræsting 1.3 2002025 - TGJ ehf. - Kynning á rauntímateljurum 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 342 - 2104002F 2.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis 2.2 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði Almenn erindi 3. Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi - 1911003 4. UMF Samherjar - Styrkumsókn - 2104017 5. Laxeldi í Eyjafirði - 2005013 6. Óshólmanefnd - Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðará, könnun 2020 - 2104021 7. Ársskýrsla 2019-2020, rekstraráætlun 2020-2021 og fundargerðir skólanefndar og sveitarstjóra aðildarsveitarfélaga - 2104024 Almenn erindi til kynningar 8. Stefna gegn Eyjafjarðarsveit - 2104019 9. Fallorka ehf. - Bílahleðslustöð við Djúpadalsvirkjun 1 - 2104012 10. Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn, staða apríl 2021 - 2104013 19.04.2021 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
19.04.2021
Fréttir

Nýbygging Hrafnagilsskóla - drög teikninga og umsagnartími

Framkvæmdaráð, fyrir hönd sveitarstjórnar, býður starfsmönnum sveitarfélagsins og íbúum nú að kynna sér fyrirliggjandi drög af skólabyggingu fyrir leik- og grunnskóla Eyjafjarðarsveitar. Opið verður fyrir móttöku athugasemda við fyrirliggjandi drög út sunnudaginn 25.apríl 2021 og verður þar hafður sami háttur á og varðandi greinagerð sveitarstjórnar.
15.04.2021
Fréttir

Íþróttamiðstöðin opnar aftur 15. apríl

Breyttur opnunartími í sundlauginni Mánudaga – fimmtudaga kl 6:30 – 8:00 og 14:00 – 22:00 Föstudaga kl 6:30 – 8:00 og 14:00 – 19:00 Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 – 19:00 Sama fyrirkomulag verður í ræktinni og verið hefur. Hringja í 464-8140 til að panta tíma á opnunartíma íþróttamiðstöðvar. Hámark 2 í einu, nema fjölskylda og vinir mega vera fleiri. Grímuskylda í anndyri og við biðjum alla um að halda áfram að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar 
14.04.2021
Fréttir

Kæru foreldrar

Nú stendur yfir skráning barna vegna íþróttaiðkunar vorannar. Þetta er í annað skipti sem að notast er við skráningu í gegnum Nóra kerfið, en þar geta foreldrað skráð sig inn í gegnum https://umse.felog.is/ með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eins og áður geta börn verið skráð í eins margar greinar og það/þið kjósið en einungis er rukkað fyrir fyrstu greinina sem skráð er. Ef barnið er að stunda fleiri en eina grein þá er nauðsynlegt að skrá barnið í allar þær greinar sem hann/hún er að iðka. Hægt er að velja um að greiða æfingagjöld með kreditkorti eða að fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Einnig er hægt að láta senda sér kvittun fyrir greiðslu sem að nýtist til að sækja um íþróttastyrk til sveitarfélagsins. Íþróttagjald fyrir vorönn er óbreytt frá fyrri önn, eða 15.000 kr. óháð fjölda íþróttagreina. Í lok apríl verður lokað fyrir skráningu í gengum Nóra og sendir út greiðsluseðlar til þeirra sem ekki hafa lokið skráningu. Hækkar þá gjaldið um 2.500 kr, eða upp í 17.500 kr. Skráning í gegnum Nóra hefur reynst mjög vel og flestir fara auðveldlega í gegnum ferlið en ef að þú/þið lendið í vandræðum með skráningu þá endilega sendið okkur póst í gegnum samherjar@samherjar.is og við aðstoðum ykkur af okkur bestu getu. Við viljum einnig benda á Sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um styrkinn á https://www.esveit.is/is/moya/news/opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-covid-19 Kær kveðja, Stjórn UMF Samherja
14.04.2021
Fréttir