Bakkaflöt, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt (L235554) í kynningu skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 8,4 ha að stærð og er staðsett um 600 m sunnan Hrafnagilshverfis á svæði sem í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er skilgeint sem landbúnaðarsvæði. Skipulagssvæðinu er ætlað að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem sorpflokkunar-, geymslu- og athafnasvæði þar sem skilgreindar yrðu lóðir fyrir fjölbreyttar gerðir atvinnuhúsnæðis. Aðkomuleið inn á svæðið verður frá nýju Eyjafjarðarbraut vestri sem nú er í uppbyggingu. Gert verður ráð fyrir reiðleið eftir árbakkanum og skilgreint efnistökusvæði til sandtöku úr ánni.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 6. og 20. desember 2023, einnig hér í pdf skjali og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 949/2023 og 957/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 20. desember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi