Íþróttavika Evrópu verður haldin 23. – 30. september

Fréttir

Hér í Eyjafjarðarsveit verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í anda vikunnar en líka með sterkum tengingum við verkefni Heilsueflandi Samfélag.

Ungmennafélagið Samherjar koma sterkir inn í dagskránna, Skógræktarfélag Eyfirðinga verður með þrjár skógargöngur með leiðsögn, vatnsleikfimi verður í boði í umsjón Helgu Sigfúsdóttur og Píludeild Þórs á Akureyri ætlar að kynna píluíþróttina.

Ábúendur á Þormóðsstöðum í Sölvadal ætla að bjóða upp á fossgöngu og þegar kemur að andlegri heilsu bjóða Kyrrðarhofið á Vökulandi og Gaia-hofið á Leifsstaðabrúnum m.a. upp á ýmis Jóga afbrigði og slökun og styrk en nauðsynlegt er að skrá sig á þá viðburði vegna fjöldatakmarkana.

Rúsínan í pylsuendanum verður síðan fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan frá Sjálfsrækt á Akureyri, en um er að ræða eins og hálfs tíma fyrirlestur þar sem boðið verður upp á súpu og brauð. Nauðsynlegt er að skrá sig á þann fyrirlestur.

Allir viðburðirnir eru án endurgjalds og þá er frítt í sund alla dagana sem íþróttavikan stendur.

Nánari dagskrá og upplýsingar má finna HÉR og á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.